Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar 20. desember 2025 13:33 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun