Lazio vann 3-1 sigur á lærisveinum Rafael Benitez í Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lazio náði því að jafna lið AC Milan á toppnum en Milan-menn eiga leik inni á móti Brescia á sunnudaginn.
Giuseppe Biava kom Lazio í 1-0 á 27. mínútu og Mauro Zarate bætti öðru marki við á 52. mínútu. Goran Pandev minnkaði muninn á 74. mínútu en það var síðan Brasilíumaðurnn Hernanes sem innsiglaði sigur Lazio á 89. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Hernanes átti einnig þátt í tveimur fyrstu mörkum Lazio í leiknum.
Inter-liðið lék án margra leikmanna þar á meðal framherjanna Samuel Eto'o og Diego Milito. Eto'o var í banni en Milito er meiddur.
Lazio og AC Milan eru með 30 stig, sex stigum á undan næstum liðum sem eru Juventus og Napoli. Inter í fimmta sæti með 23 stig.
Lazio vann Inter og komst upp að hlið AC Milan á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn