Shiloh Jolie Pitt, dóttir Angelinu Jolie og Brads Pitt, verður fjögurra ára í lok mánaðarins og hefur stúlkan þegar hafið að skipuleggja veisluna.
„Maddox var með hermannaþema í einu afmæli sínu og Shiloh vill það sama. Hún fær að öllum líkindum ný stígvél, leikfangabyssur og nýtt rúm sem er í laginu eins og geimskutla í gjöf," var haft eftir fjölskylduvini.
„Hún vill helst aðeins leika sér með leikföng ætluðum strákum, hún er mikil strákastelpa. Brad keypti einnig handa henni lítinn jeppa sem hún getur ekið um á á lóðinni heima hjá sér."