Háskólar í mótun III 21. október 2010 06:00 Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagnrýnið afl í samfélaginu sem byggir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um samfélagslega ábyrgð háskóla spyr fólk iðulega hvort mér sé þá ekki umhugað um kennslu eða rannsóknir. Þvert á móti: Öll þessi hlutverk styðja hvert við annað, ekki síst ef stjórnendur og fagfólk í háskólum er meðvitað um þau. Í grein sinni frá 2007 lýsir Páll Skúlason því að erfiðleikarnir sem háskólar eiga við að etja um þessar mundir stafi líklega af því að samfélagseðli þeirra hafi verið vanrækt. Þetta samfélagseðli hafi verið látið víkja fyrir fyrirtækissjónarmiðinu þegar háskólinn tekur upp á því að laga sig að rökvísi fyrirtækisins, hvort sem þá er átt við framleiðslu eða sölu, og látið í veðri vaka að skyldur hans felist í að skila hagnaði. Lærdómur skýrslu rannsóknarnefndarEf við skoðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins er þar mikinn lærdóm að draga en líka margar spurningar sem þarf að svara. Stjórnendur bankanna voru ekki ómenntaðir í þeim skilningi að þeir hefðu ekki prófgráður. Hins vegar má spyrja um menntun þeirra sem viljandi brjóta reglur því að eitt af því sem kom fram í skýrslunni var að það regluverk sem þó var til staðar var ekki virt. Það vekur spurningar um mannlegt eðli - af hverju breyta menn rangt? Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi. En með kröfum um aukna sérhæfingu á öllum sviðum er hættan sú að þessum húmanísku fögum hnigni og raunar sjáum við þess þegar merki. Sá lærdómur sem við gætum hins vegar dregið af rannsóknaskýrslunni er að þetta þarf einmitt að byggja upp því að menn sem þekkja sjálfa sig og gefa sér tíma til að hugsa, gagnrýna og skoða málin eru líklegir til að taka viturlegar ákvarðanir í þágu samfélagsins. Hefði gagnrýnin hugsun verið höfð að leiðarljósi hefðu Íslendingar verið betur heima í hinu alþjóðlega fjármálakerfi og þeim öflum sem þar stjórna. Íslenskir borgarar hefðu þar af leiðandi verið gagnrýnni á aðferðir og vinnulag bankanna. Gagnrýni hefði þá ekki verið flokkuð sem úrtölur, neikvæðni og leiðindi heldur eðlilegur hluti af lýðræðissamfélagi. Og háskólar eiga og verða að vera leiðandi í því að efla þessa gagnrýnu hugsun, það er ein af mörgum skyldum þeirra þannig að þeir nemendur sem lokið hafa námi í háskólum landsins séu færir um að taka sjálfstæða afstöðu - hvort sem þeir verða viðskiptafræðingar, kennarar eða læknar. Gæði háskólastarfsinsÍslendingar fjármagna háskólastarf sitt fyrst og fremst með skattfé. Miklu skiptir að þeir fjármunir nýtist sem best og eitt af því sem við höfum hvatt stjórnendur og fagfólk í háskólum að gera er að innleiða aukið svigrúm fyrir breytileika í rannsóknarskyldu kennara og nú er hægt að skilgreina rannsóknarhlutfall frá 30% upp í 70% allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ef þessi hugmyndafræði er þróuð skynsamlega er líklegra að hver og einn fái að njóta sinna sterku hliða og afköst og fagmennska aukist. Í niðurstöðum rýnihópa sem störfuðu fyrir ráðuneytið komu fram eindregnar ábendingar um stofnun gæðaráðs sem bæri ábyrgð á eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla. Starfsmenn vísinda- og háskólaskrifstofu hafa undanfarna mánuði unnið að útfærslu hugmyndarinnar í samstarfi við Rannís, háskólana og erlenda sérfræðinga. Markmið með stofnun gæðaráðs er fyrst og fremst að tryggja betur gæði háskólastarfsemi á Íslandi; tryggja samkeppnishæfni háskóla á alþjóðavettvangi; efla traust hagsmunaaðila á ferli gæðaeftirlits hér á landi; að skapa sátt um gæðaeftirlit innan háskólasamfélagsins; að tryggja að skipulagning og framkvæmd ytra mats sé í höndum óháðra aðila og ekki síst að færa gæðaeftirlit á Íslandi til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig með þátttöku í Bologna-ferlinu sem miðar að öflugra alþjóðlegra samstarfi á sviði háskólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagnrýnið afl í samfélaginu sem byggir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um samfélagslega ábyrgð háskóla spyr fólk iðulega hvort mér sé þá ekki umhugað um kennslu eða rannsóknir. Þvert á móti: Öll þessi hlutverk styðja hvert við annað, ekki síst ef stjórnendur og fagfólk í háskólum er meðvitað um þau. Í grein sinni frá 2007 lýsir Páll Skúlason því að erfiðleikarnir sem háskólar eiga við að etja um þessar mundir stafi líklega af því að samfélagseðli þeirra hafi verið vanrækt. Þetta samfélagseðli hafi verið látið víkja fyrir fyrirtækissjónarmiðinu þegar háskólinn tekur upp á því að laga sig að rökvísi fyrirtækisins, hvort sem þá er átt við framleiðslu eða sölu, og látið í veðri vaka að skyldur hans felist í að skila hagnaði. Lærdómur skýrslu rannsóknarnefndarEf við skoðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins er þar mikinn lærdóm að draga en líka margar spurningar sem þarf að svara. Stjórnendur bankanna voru ekki ómenntaðir í þeim skilningi að þeir hefðu ekki prófgráður. Hins vegar má spyrja um menntun þeirra sem viljandi brjóta reglur því að eitt af því sem kom fram í skýrslunni var að það regluverk sem þó var til staðar var ekki virt. Það vekur spurningar um mannlegt eðli - af hverju breyta menn rangt? Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi. En með kröfum um aukna sérhæfingu á öllum sviðum er hættan sú að þessum húmanísku fögum hnigni og raunar sjáum við þess þegar merki. Sá lærdómur sem við gætum hins vegar dregið af rannsóknaskýrslunni er að þetta þarf einmitt að byggja upp því að menn sem þekkja sjálfa sig og gefa sér tíma til að hugsa, gagnrýna og skoða málin eru líklegir til að taka viturlegar ákvarðanir í þágu samfélagsins. Hefði gagnrýnin hugsun verið höfð að leiðarljósi hefðu Íslendingar verið betur heima í hinu alþjóðlega fjármálakerfi og þeim öflum sem þar stjórna. Íslenskir borgarar hefðu þar af leiðandi verið gagnrýnni á aðferðir og vinnulag bankanna. Gagnrýni hefði þá ekki verið flokkuð sem úrtölur, neikvæðni og leiðindi heldur eðlilegur hluti af lýðræðissamfélagi. Og háskólar eiga og verða að vera leiðandi í því að efla þessa gagnrýnu hugsun, það er ein af mörgum skyldum þeirra þannig að þeir nemendur sem lokið hafa námi í háskólum landsins séu færir um að taka sjálfstæða afstöðu - hvort sem þeir verða viðskiptafræðingar, kennarar eða læknar. Gæði háskólastarfsinsÍslendingar fjármagna háskólastarf sitt fyrst og fremst með skattfé. Miklu skiptir að þeir fjármunir nýtist sem best og eitt af því sem við höfum hvatt stjórnendur og fagfólk í háskólum að gera er að innleiða aukið svigrúm fyrir breytileika í rannsóknarskyldu kennara og nú er hægt að skilgreina rannsóknarhlutfall frá 30% upp í 70% allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ef þessi hugmyndafræði er þróuð skynsamlega er líklegra að hver og einn fái að njóta sinna sterku hliða og afköst og fagmennska aukist. Í niðurstöðum rýnihópa sem störfuðu fyrir ráðuneytið komu fram eindregnar ábendingar um stofnun gæðaráðs sem bæri ábyrgð á eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla. Starfsmenn vísinda- og háskólaskrifstofu hafa undanfarna mánuði unnið að útfærslu hugmyndarinnar í samstarfi við Rannís, háskólana og erlenda sérfræðinga. Markmið með stofnun gæðaráðs er fyrst og fremst að tryggja betur gæði háskólastarfsemi á Íslandi; tryggja samkeppnishæfni háskóla á alþjóðavettvangi; efla traust hagsmunaaðila á ferli gæðaeftirlits hér á landi; að skapa sátt um gæðaeftirlit innan háskólasamfélagsins; að tryggja að skipulagning og framkvæmd ytra mats sé í höndum óháðra aðila og ekki síst að færa gæðaeftirlit á Íslandi til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig með þátttöku í Bologna-ferlinu sem miðar að öflugra alþjóðlegra samstarfi á sviði háskólamála.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar