Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl 1. júlí 2010 11:05 Öryggisbíllinn leiðir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir brautinni í Valencia á Spáni. Mynd: Getty Images Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa. Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa.
Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira