Steingrímur bauð í sumarbústað tengdó 29. september 2010 18:45 Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa." Landsdómur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa."
Landsdómur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira