Annar sigur Webbers í röð 16. maí 2010 15:32 Mark Webber var kátur með sigurinn í Mónakó. Mynd: Gety Images Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3
Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira