Webber og Vettel sáttir hvor við annan 17. nóvember 2010 10:23 Meistaralið Red Bull fangaði titlunum tveimur í flugskýli í Austurríki þar sem liðið er skráð. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. "Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi að menn fari út á ystu nöf í samskiptum. Það er hluti af ferðalaginu í íþróttum. Það eru smá skærur hér og þar og fjölmiðlar geta blásið hlutina upp og því getum við ekki stjórnað", sagði Webber í frétt á autosport.com. "En þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það þetta sem keyrði liðið áfram. Vitanlega töpuðu við einhverjum stigum á þessu líka, en ég tel að liðið hafi lagt mikið á sig og við Vettel berum virðingu hvor fyrir öðrum. Það er það mikilvægasta að geta tekist í hendur þegar öllu er lokið og öllum baradögum um allan heim í Formúlu 1 er lokið." "Vettel á titilinn skilinn í ár. Við hefjum leikinn aftur í fyrsta móti á næsta ári. Ég mun reyna að vinna alla sem fyrr og það er bónus að geta lagt þann að velli sem er á sama farartæki og þú. Sebastian mætir sem meistari og ég hlakka til að mæta aftur í slaginn. Við byrjum í Barein og allir á núllpunkti", sagði Webber. Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. "Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi að menn fari út á ystu nöf í samskiptum. Það er hluti af ferðalaginu í íþróttum. Það eru smá skærur hér og þar og fjölmiðlar geta blásið hlutina upp og því getum við ekki stjórnað", sagði Webber í frétt á autosport.com. "En þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það þetta sem keyrði liðið áfram. Vitanlega töpuðu við einhverjum stigum á þessu líka, en ég tel að liðið hafi lagt mikið á sig og við Vettel berum virðingu hvor fyrir öðrum. Það er það mikilvægasta að geta tekist í hendur þegar öllu er lokið og öllum baradögum um allan heim í Formúlu 1 er lokið." "Vettel á titilinn skilinn í ár. Við hefjum leikinn aftur í fyrsta móti á næsta ári. Ég mun reyna að vinna alla sem fyrr og það er bónus að geta lagt þann að velli sem er á sama farartæki og þú. Sebastian mætir sem meistari og ég hlakka til að mæta aftur í slaginn. Við byrjum í Barein og allir á núllpunkti", sagði Webber.
Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira