Vettel tók á móti meistaratitlinum 11. desember 2010 12:44 Yngsti meisari sögunnar, Sebastian Vettel tekur á móti meistaratitli ökumanna úr hendi Jean Todt, forseta FIA. Mynd: Getty Images/FIA Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó. Red Bull liðið tók líka á móti meistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti frá því liðið var stofnað og Bernie Ecclestone afhenti Christian Horner, framkvæmdarstjóra liðsins titilinn. Red Bull tryggði sér báða meistaratitlanna, eftir að hafa verið 15 sinnum fremst á ráslínu á árinu. Mark Webber, hinn ökumaður liðsins varð í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber vann fjögur Formúlu 1 mót á árinu, en Vettel fimm og hann tryggði sér titilinn eftir sigur í lokamótinu í Abu Dhabi og komst þannig í fyrsta skipti á árinu í efsta sæti stigamótsins og hampaði þannig titilinum. Forseti FIA, Jean Todt afhenti Vettel meistaratitilinn í Mónakó í gærkvöldi. "Það er einstakt kvöld og fyrir Red Bull liðið. Það kætir mig að taka á móti meistaratitli ökumanna, sem mig hefur dreymt um síðan ég byrjaði að keppa", sagði Vettel eftir afhendinguna. "Það var ótrúlegt að vinna meistarakeppnina og tímabilið hefur verið ótrúlegt og gengið upp og niður. Við trúðum á liðið, á bílinn og nutum hvers móts fyrir sig. Ég vil þakka öllu Red Bull liðinu og Renault vélaframleiðendunum fyrir þeirra framlag og áræðni við að tryggja að við hefðum frábæran bíl á þessu ári. Ég er stoltur af árangrinum sem við náðum saman", sagði Vettel. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó. Red Bull liðið tók líka á móti meistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti frá því liðið var stofnað og Bernie Ecclestone afhenti Christian Horner, framkvæmdarstjóra liðsins titilinn. Red Bull tryggði sér báða meistaratitlanna, eftir að hafa verið 15 sinnum fremst á ráslínu á árinu. Mark Webber, hinn ökumaður liðsins varð í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber vann fjögur Formúlu 1 mót á árinu, en Vettel fimm og hann tryggði sér titilinn eftir sigur í lokamótinu í Abu Dhabi og komst þannig í fyrsta skipti á árinu í efsta sæti stigamótsins og hampaði þannig titilinum. Forseti FIA, Jean Todt afhenti Vettel meistaratitilinn í Mónakó í gærkvöldi. "Það er einstakt kvöld og fyrir Red Bull liðið. Það kætir mig að taka á móti meistaratitli ökumanna, sem mig hefur dreymt um síðan ég byrjaði að keppa", sagði Vettel eftir afhendinguna. "Það var ótrúlegt að vinna meistarakeppnina og tímabilið hefur verið ótrúlegt og gengið upp og niður. Við trúðum á liðið, á bílinn og nutum hvers móts fyrir sig. Ég vil þakka öllu Red Bull liðinu og Renault vélaframleiðendunum fyrir þeirra framlag og áræðni við að tryggja að við hefðum frábæran bíl á þessu ári. Ég er stoltur af árangrinum sem við náðum saman", sagði Vettel.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira