Meistarinn býst við jöfnum slag 11. júní 2010 11:01 Jenson Button og Lewis Hamilton, en Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti