Opnar íslenskt kaffihús í Kaupmannahöfn í sumar 19. júní 2010 10:00 Dóra Takefusa Stækkar veldi sitt í Kaupmannhöfn og opnar nú nýtt kaffihús en fyrir á hún barinn Jolene. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir hefur áður hannað staðina Boston og Austur. Fréttablaðið/Hari Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira