Opnar íslenskt kaffihús í Kaupmannahöfn í sumar 19. júní 2010 10:00 Dóra Takefusa Stækkar veldi sitt í Kaupmannhöfn og opnar nú nýtt kaffihús en fyrir á hún barinn Jolene. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir hefur áður hannað staðina Boston og Austur. Fréttablaðið/Hari Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira