Bedroom Community: fimm stjörnur 18. maí 2010 08:15 Tónleikar Bedroom Community í Þjóðleikhúsinu voru stórkostlegir. Hvalskoðunin er vísun í plötur Bedroom Community, en þær hafa útgáfunúmerin Hvalur 1 – Hvalur 9. Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira
Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira