Vergur upplýsingaþéttleiki 18. febrúar 2010 13:04 Mig rámar í gamla vísindaskáldsögu um mann sem hætti smám saman að skilja það sem fór fram í kringum hann af því hann hætti að skilja orðin sem fólk notaði. Ég man ekki hvernig sagan endaði, en örugglega ekki vel. Oft skil ég ekki heldur það sem verið er að tala um. Ég svona renni grun í það, en ég er bara of latur og værukær til að nenna að setja mig almennilega inn í málið. Ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af þessu en fagna því þegar fólk talar á máli sem ég skil. Í ærinu góða klóraði maður sér oft í hausnum. Maður skildi ekki af hverju allir nema ég voru allt í einu orðnir svona rosalega ríkir, og þar að auki var maður alveg hættur að skilja orðin sem voru sífellt í umferð. Ég missti af ríkidæminu af því ég vissi ekki hvað innra virði hlutafjár, framvirk viðskipti og veltufjármunir eru – og það var ekki fræðilegur möguleiki að ég nennti að kynna mér það. Fáfræði mín sannaðist rækilega þegar ég renndi yfir atvinnuauglýsingarnar. Þar var auglýst eftir mannauðsstjórum, gæðastjórnendum við gerð spálíkana og kostnaðargreinendum ferla. Ég glápti á blaðið og leið eins og algjörum fábjána. Ég veit ekki einu sinni hvað Baader-maður er! Hvað þá línuívilnun. Og þó ég hafi ótal oft heyrt minnst á verga þjóðarframleiðslu hef ég ekki hugmynd um hvað er verið að tala um. Verg? Hjálp! Þegar allt hrundi – líklega vegna þess að það var orðið offramboð á kostnaðargreinendum ferla – komu allt í einu fram glæný orð sem maður hafði aldrei heyrt áður. Þrautavaralán, skortsölur og kúlulán og einhverjar lánalínur voru allt í einu gaddfreðnar. Ég er þó ekki frá því að maður skilji aðeins betur orðin nú í kreppunni. Að minnsta kosti er hækkun höfuðstóls, geðveik myntkörfulán og fokk ðis sjitt, ég er fluttur til Noregs, eitthvað sem ég skil. Kjaftæði er kjaftæði og kjaftæðið lifir enn góðu lífi. Margir myndlistarmenn eru til dæmis enn þá fullir af dellu og hylma yfir hæfileikaleysið með óskiljanlegum kjaftavaðli. Ég sá forljóta mynd af spýtukubbum festum á striga og málað í kring í listasafni um helgina. Á blaði sem hékk með stóð að listakonan hefði fengið 100.000 SEK fyrir „framlag sitt til þróunar á efnistökum og upplýsingaþéttleika“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun
Mig rámar í gamla vísindaskáldsögu um mann sem hætti smám saman að skilja það sem fór fram í kringum hann af því hann hætti að skilja orðin sem fólk notaði. Ég man ekki hvernig sagan endaði, en örugglega ekki vel. Oft skil ég ekki heldur það sem verið er að tala um. Ég svona renni grun í það, en ég er bara of latur og værukær til að nenna að setja mig almennilega inn í málið. Ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af þessu en fagna því þegar fólk talar á máli sem ég skil. Í ærinu góða klóraði maður sér oft í hausnum. Maður skildi ekki af hverju allir nema ég voru allt í einu orðnir svona rosalega ríkir, og þar að auki var maður alveg hættur að skilja orðin sem voru sífellt í umferð. Ég missti af ríkidæminu af því ég vissi ekki hvað innra virði hlutafjár, framvirk viðskipti og veltufjármunir eru – og það var ekki fræðilegur möguleiki að ég nennti að kynna mér það. Fáfræði mín sannaðist rækilega þegar ég renndi yfir atvinnuauglýsingarnar. Þar var auglýst eftir mannauðsstjórum, gæðastjórnendum við gerð spálíkana og kostnaðargreinendum ferla. Ég glápti á blaðið og leið eins og algjörum fábjána. Ég veit ekki einu sinni hvað Baader-maður er! Hvað þá línuívilnun. Og þó ég hafi ótal oft heyrt minnst á verga þjóðarframleiðslu hef ég ekki hugmynd um hvað er verið að tala um. Verg? Hjálp! Þegar allt hrundi – líklega vegna þess að það var orðið offramboð á kostnaðargreinendum ferla – komu allt í einu fram glæný orð sem maður hafði aldrei heyrt áður. Þrautavaralán, skortsölur og kúlulán og einhverjar lánalínur voru allt í einu gaddfreðnar. Ég er þó ekki frá því að maður skilji aðeins betur orðin nú í kreppunni. Að minnsta kosti er hækkun höfuðstóls, geðveik myntkörfulán og fokk ðis sjitt, ég er fluttur til Noregs, eitthvað sem ég skil. Kjaftæði er kjaftæði og kjaftæðið lifir enn góðu lífi. Margir myndlistarmenn eru til dæmis enn þá fullir af dellu og hylma yfir hæfileikaleysið með óskiljanlegum kjaftavaðli. Ég sá forljóta mynd af spýtukubbum festum á striga og málað í kring í listasafni um helgina. Á blaði sem hékk með stóð að listakonan hefði fengið 100.000 SEK fyrir „framlag sitt til þróunar á efnistökum og upplýsingaþéttleika“.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun