Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 21. október 2025 08:01 Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun