Century Aluminium fær meðbyr til að endurræsa álver 15. mars 2010 08:22 Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent