Engin örvænting þrátt fyrir áföll 29. mars 2010 14:03 Sebastian Vettel hefur misst af tveimur mögulegum sigrum í fyrstu tveimur mótum ársins. Nordicphotos/Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira