Kvikmyndir eftir bókunum verða einnig gerðar og er byrjað að ráða í helstu hlutverk. Þannig hefur leikkonan Carey Mulligan verið ráðin í hlutverk Lisbeth Salander og verður gaman að sjá hvort henni tekst betur til en hinni hálfíslensku Noomi Rapace. Mulligan var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrr á árinu fyrir leik í myndinni An Education.

Leikararnir Johnny Depp og George Clooney hafa einnig verið orðaðir við hlutverkið. Leikstjóri myndarinnar er David Fincher en hann og Pitt hafa áður unnið saman að gæðamyndunum Se7en og Fight Club.