Lífið

Brad Pitt í Karlar sem hata konur

Blaðamannalúkkið hans Brad er eflaust einhvern veginn svona.
Blaðamannalúkkið hans Brad er eflaust einhvern veginn svona.
Spennubækur Stieg Larsson um blaðamanninn Mikael Blomkvist og tölvuhakkarann Lisbeth Salander eru ekki bara vinsælar á Íslandi heldur um heim allan. Bandaríkin eru þar engin undantekning en sú fyrsta, Karlar sem hata konur, var gefin út með miklum látum fyrr á árinu.

Kvikmyndir eftir bókunum verða einnig gerðar og er byrjað að ráða í helstu hlutverk. Þannig hefur leikkonan Carey Mulligan verið ráðin í hlutverk Lisbeth Salander og verður gaman að sjá hvort henni tekst betur til en hinni hálfíslensku Noomi Rapace. Mulligan var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrr á árinu fyrir leik í myndinni An Education.

Er Mulligan Lisbeth Salander holdi klædd?
Sjálfur Brad Pitt er síðan sagður líklegastur til að leika Mikael Blomkvist. Hann myndi þá gera þriggja mynda samning líkt og Mulligan. Áætlað er að kvikmynda allar bækurnar eins og gert var í Svíþjóð.

Leikararnir Johnny Depp og George Clooney hafa einnig verið orðaðir við hlutverkið. Leikstjóri myndarinnar er David Fincher en hann og Pitt hafa áður unnið saman að gæðamyndunum Se7en og Fight Club.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×