Nýsköpunarstjórn Teitur Bergþórsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera? Ein aðalástæðan er sú að VG keypti Samfylkinguna of dýru verði - seldu sannfæringu sína í ESB málinu og þurfa svo aftur að selja sjávarútvegsstefnu sína gagvart íhaldinu, til þess að eiga möguleika á að ganga frá Ísseifsmálinu. Pólitík gengur hins vegar - annars staðar en í einræðisríkjum - út á málamiðlanir. Þetta skekur ekki bara ríkisstjórnina - heldur virðist sem VG geti klofnað í tvær fylkingar. Munurinn á þessum klofningi og þegar Alþýðubandalagið klofnaði er sá að nú eru þetta málefnaárekstrar en í hinu tilvikinu persónulegt skítkast á báða bóga. VG stendur frammi fyrir því að verða lítill samstilltur stjórnarandstöðuflokkur um ókomna framtíð eða stór lítt samstilltur flokkur sem gæti komist í stjórn öðru hvoru og haft áhrif. Innan VG eru tveir mjög svo hæfir forystumenn. Saman unnu þeir að stofnun flokksins. Annar er formaður en hinn ekki. Ef flokkurinn á ekki að klofna þurfa þeir að finna pólitískan samnefnara - nýjan formann sem báðar fylkingar gætu sætt sig við.Sveigjanlegan samningamann sem þó getur haldið uppi þeim aga sem þarf að vera í hópsamsstarfi. Oft og mikið er vitnað þessa daganna í "eigin sannfæringu" þingmanna. Það gleymist hins vegar alltaf að "eigin sannfæring" er ekki bara til staðar hjá annarri fylkingunni - heldur báðum - og þess vegna þurfa menn einmitt að leita málamiðlana. Upphlaup Þessi sprenging sem varð innan þingflokksins er illa tímasett með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Menn hefðu átt að einsetja sér að að klára Ísseif áður en til uppgjörs kæmi. Það er nokkuð ljóst að lengra verður ekki náð með samningum í því máli. Er þessi uppákoma þá alvond? Nei - ef það verður á endanum til þess að fella núverandi ríkisstjórn, er það gott að mínu mati. Núverandi ríkisstjórn hefur miðað við aðstæður staðið sig nokkuð vel í tiltektinni í rústunum.Hins vegar, þegar að uppbyggingu kemur, og endurreisn hefst, blasir við, að vinstrimenn - upp til hópa - hafa nákvæmlega engan skilnig á því með hvaða hætti verðmætasköpun verður til. Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð og nú eiga leiðir að skilja. Tóm steypa Hvaða hugmyndafræði notar núverandi ríkisstjórn til atvinnuuppbyggingar? Hún heitir sement og sandur. Frá því að menn skriðu út úr torfkofunum og fram á daginn í dag hafa Íslendingar verið að steypa. Þeir bændur sem áttu hesthús í sveitinni og fluttu á "mölina" steyptu sér jafnvel hús yfir arftaka hestsins - bílinn. Er vinstrimenn náðu borginni úr höndum íhaldsins margfaldaðist flatarmál skólahúsnæðis í Reykjavík.Ein fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar var að heiðra Björgúlf með því að steypa monthýsi niður við höfn fyrir 40 milljarða, auk milljarðs í árlegan rekstrarkostnað.Á sama tíma er boðaður skertur námstími í öllum menntastofnunum landsins, og hvað mestur í grunnskólum - bein afleiðing alsherjar steypufyllerís. Það á að steypa spítala fyrir 70 milljarða og greiða 3 milljarða í leigu árlega næstu 40 árin einungis svo sjúklingar heyri ekki hroturnar hver í öðrum og geti verið á einbýli. Á sama tíma er ekki hægt að manna heilbrigðisstofnanir með sómasamlegum hætti vegna fjárskorts. Það á að steypa vegi og bora göt á fjöll til þess að nokkrir bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár. 40 milljarðar þar. Hvað svo? Hálendisvegur þvert yfir landið myndi þó vera öllu viturlegra verkefni og auk þess skila verulegri arðsemi.Vaðlaheiðaborverkið er enn eitt dæmið um kjördæmapot og spillingu. Kostar 12 - 15 milljarða. Endurreisn Ef hætt væri við núverandi vegagerðaráform og spítalsbyggingu og inneign ríkisins hjá séreignarsjóðum tekin út væru 200 milljarðar lausir til nýsköpunar í atvinnulífi. Áhersla þarf að vera á að framleiða annars vegar vörur, sem ella þyrfti að flytja inn ,og hins vegar framleiðsla á vörum til útflutnings.Hér liggja td. gríðarleg tækifæri - ónýtt - í framleiðslu iðnaðarvara sem búnar eru til úr hráefni því er áliðnaðurinn flytur úr landi.Auka smábátaútgerð ofl. Til þess að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að nýju þarf arðbæra framleiðslu í stað sífellt aukinnar þjónustu. Þetta skilja Sjálfstæðismenn - en þeir böðlast hins vegar alltaf áfram - hirða hagnaðinn en ríkisvæða skuldirnar.Því þurfum við nýja stjórn sem er blanda af framsæknum hægrimönnum og varfærnum vinstrimönnum. Næsta ríkisstjórn ætti að mínu mati að vera skipuð þremur flokkum þ.e. Sjálfstæðisflokki, Vinstri Grænum og Hreyfingunn.Þessi stjórn ætti að hafa það meginverkefni að halda sjálfstæði þjóðarinnar, endurreisa atvinnulífið og leysa ágreining um auðlindir ladnsins. Ég hef trú á að Styrmir Gunnarsson , Steingrímur og Þór Saari ættu að vera færir um að bræða þetta saman og koma nýrri stjórn á koppinn sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera? Ein aðalástæðan er sú að VG keypti Samfylkinguna of dýru verði - seldu sannfæringu sína í ESB málinu og þurfa svo aftur að selja sjávarútvegsstefnu sína gagvart íhaldinu, til þess að eiga möguleika á að ganga frá Ísseifsmálinu. Pólitík gengur hins vegar - annars staðar en í einræðisríkjum - út á málamiðlanir. Þetta skekur ekki bara ríkisstjórnina - heldur virðist sem VG geti klofnað í tvær fylkingar. Munurinn á þessum klofningi og þegar Alþýðubandalagið klofnaði er sá að nú eru þetta málefnaárekstrar en í hinu tilvikinu persónulegt skítkast á báða bóga. VG stendur frammi fyrir því að verða lítill samstilltur stjórnarandstöðuflokkur um ókomna framtíð eða stór lítt samstilltur flokkur sem gæti komist í stjórn öðru hvoru og haft áhrif. Innan VG eru tveir mjög svo hæfir forystumenn. Saman unnu þeir að stofnun flokksins. Annar er formaður en hinn ekki. Ef flokkurinn á ekki að klofna þurfa þeir að finna pólitískan samnefnara - nýjan formann sem báðar fylkingar gætu sætt sig við.Sveigjanlegan samningamann sem þó getur haldið uppi þeim aga sem þarf að vera í hópsamsstarfi. Oft og mikið er vitnað þessa daganna í "eigin sannfæringu" þingmanna. Það gleymist hins vegar alltaf að "eigin sannfæring" er ekki bara til staðar hjá annarri fylkingunni - heldur báðum - og þess vegna þurfa menn einmitt að leita málamiðlana. Upphlaup Þessi sprenging sem varð innan þingflokksins er illa tímasett með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Menn hefðu átt að einsetja sér að að klára Ísseif áður en til uppgjörs kæmi. Það er nokkuð ljóst að lengra verður ekki náð með samningum í því máli. Er þessi uppákoma þá alvond? Nei - ef það verður á endanum til þess að fella núverandi ríkisstjórn, er það gott að mínu mati. Núverandi ríkisstjórn hefur miðað við aðstæður staðið sig nokkuð vel í tiltektinni í rústunum.Hins vegar, þegar að uppbyggingu kemur, og endurreisn hefst, blasir við, að vinstrimenn - upp til hópa - hafa nákvæmlega engan skilnig á því með hvaða hætti verðmætasköpun verður til. Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð og nú eiga leiðir að skilja. Tóm steypa Hvaða hugmyndafræði notar núverandi ríkisstjórn til atvinnuuppbyggingar? Hún heitir sement og sandur. Frá því að menn skriðu út úr torfkofunum og fram á daginn í dag hafa Íslendingar verið að steypa. Þeir bændur sem áttu hesthús í sveitinni og fluttu á "mölina" steyptu sér jafnvel hús yfir arftaka hestsins - bílinn. Er vinstrimenn náðu borginni úr höndum íhaldsins margfaldaðist flatarmál skólahúsnæðis í Reykjavík.Ein fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar var að heiðra Björgúlf með því að steypa monthýsi niður við höfn fyrir 40 milljarða, auk milljarðs í árlegan rekstrarkostnað.Á sama tíma er boðaður skertur námstími í öllum menntastofnunum landsins, og hvað mestur í grunnskólum - bein afleiðing alsherjar steypufyllerís. Það á að steypa spítala fyrir 70 milljarða og greiða 3 milljarða í leigu árlega næstu 40 árin einungis svo sjúklingar heyri ekki hroturnar hver í öðrum og geti verið á einbýli. Á sama tíma er ekki hægt að manna heilbrigðisstofnanir með sómasamlegum hætti vegna fjárskorts. Það á að steypa vegi og bora göt á fjöll til þess að nokkrir bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár. 40 milljarðar þar. Hvað svo? Hálendisvegur þvert yfir landið myndi þó vera öllu viturlegra verkefni og auk þess skila verulegri arðsemi.Vaðlaheiðaborverkið er enn eitt dæmið um kjördæmapot og spillingu. Kostar 12 - 15 milljarða. Endurreisn Ef hætt væri við núverandi vegagerðaráform og spítalsbyggingu og inneign ríkisins hjá séreignarsjóðum tekin út væru 200 milljarðar lausir til nýsköpunar í atvinnulífi. Áhersla þarf að vera á að framleiða annars vegar vörur, sem ella þyrfti að flytja inn ,og hins vegar framleiðsla á vörum til útflutnings.Hér liggja td. gríðarleg tækifæri - ónýtt - í framleiðslu iðnaðarvara sem búnar eru til úr hráefni því er áliðnaðurinn flytur úr landi.Auka smábátaútgerð ofl. Til þess að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að nýju þarf arðbæra framleiðslu í stað sífellt aukinnar þjónustu. Þetta skilja Sjálfstæðismenn - en þeir böðlast hins vegar alltaf áfram - hirða hagnaðinn en ríkisvæða skuldirnar.Því þurfum við nýja stjórn sem er blanda af framsæknum hægrimönnum og varfærnum vinstrimönnum. Næsta ríkisstjórn ætti að mínu mati að vera skipuð þremur flokkum þ.e. Sjálfstæðisflokki, Vinstri Grænum og Hreyfingunn.Þessi stjórn ætti að hafa það meginverkefni að halda sjálfstæði þjóðarinnar, endurreisa atvinnulífið og leysa ágreining um auðlindir ladnsins. Ég hef trú á að Styrmir Gunnarsson , Steingrímur og Þór Saari ættu að vera færir um að bræða þetta saman og koma nýrri stjórn á koppinn sem fyrst.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun