Handbolti

Reynir Þór: Getum unnið hvaða lið sem er

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram.
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. Mynd/Stefán
Fram og Haukar eigast við í stórleik fjórðungsúrslita Eimskipsbikarkeppni karla en dregið var í hádeginu í dag. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, á von á hörkuleik.

„Við erum nýbúnir að spila við þá og unnum þá á þeirra heimavelli," sagði Reynir. „Við höfum því það sem þarf til að vinna þá."

„En Haukarnir voru að gera fína hluti í Þýskalandi um helgina og sýndu að það er fullt til í þessu liði þeirra. En við höfum aftur á móti getuna til að klára öll lið - hvar og hvenær sem er. Við erum því bara brattir."

„Mér finnst við líta vel út í dag en þetta er langt og strangt tímabil. Við verðum því að halda okkur á jörðinni og vinna áfram vel í okkar málum," segir Reynir og bætir við að liðið ætli sér ekki minni hluti í bikarnum en á Íslandsmótinu.

„Við leggjum jafn mikla áherslu á deild og bikar. Okkur langar langt í þessari keppni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×