Tenniskappinn sigursæli Roger Federer bætti sem kunnugt er við enn einum „grand slam" titlinum í bikarasafnið sitt um helgina þegar hann lagði Andy Murray í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í tennis.
Hinn 28 ára gamli Svisslendingur var að vinna sinn sextánda „grand slam" titil á ferlinum og virðist hvergi nærri hættur að bæta met sitt yfir flesta „grand slam" titla í einliðaleik í tennis karla og vildi raunar meina í leikslok í gær að hann hafi aldrei verið betri en einmitt núna.
„Ég er hæst ánægður með þennan titil og verð að segja að ég hefur verið að spila minn besta tennis á ferlinum á síðustu tveimur vikum. Ég vill ennfremur þakka Andy fyrir frábæra keppni og ég er sannfærður um að hann muni vinna „grand slam" mót áður en langt um líður," sagði Federer.