Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi hefur Mesut Özil biðlað til Werder Bremen um að verðmiðinn á sér verði lækkaður. Bremen vill fá sextán milljónir punda fyrir leikmanninn.
Özil var ein af stjörnum heimsmeistaramótsins í sumar en ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal, Manchester United og Chelsea hafa öll verið orðuð við hann.
Samningur Özil við þýska liðið rennur út næsta sumar og hefur hann þegar gefið það út að hann muni ekki gera nýjan samning.