Sjálfstæðisflokkur á meiri eignir en áður 25. febrúar 2010 04:15 Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins, sem var skilað til Ríkisendurskoðunar í gær. Þess ber að geta að ofangreindar tölur eru samkvæmt óyfirfarinni útgáfu reikningsins. Hún hefur til að mynda ekki verið undirrituð af þáverandi framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Hin mikla aukning eigna virðist að hluta liggja í fasteignum, því þær voru metnar á 548 milljónir 2008, meðan allir fastafjármunir 2007 námu 410 milljónum. Heildarframlög til flokksins nema rúmum 253 milljónum 2008, en voru 317,4 milljónir árið 2007. Framlög ríkis og sveitarfélaga nema tæpum 64 prósentum af heildarframlögum 2008. Rekstrargjöld fóru úr 351,5 milljónum 2007 og í 205 milljónir 2008. Reksturinn fór úr 37 milljóna tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagnað 2008. Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki flokkinn og kemst listinn fyrir á rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007 var listinn, með ögn stærra letri, tæpar sjö blaðsíður. Þess skal getið að árið 2007 var kosningaár og því líklegt að flokkurinn hafi sóst frekar eftir styrkjum en árið eftir, eins skýrir það væntanlega meiri eyðslu það árið. Hvorki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins, né Andra Óttarsson í gær. Bjarni Benediktsson formaður svaraði heldur ekki skilaboðum. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins, sem var skilað til Ríkisendurskoðunar í gær. Þess ber að geta að ofangreindar tölur eru samkvæmt óyfirfarinni útgáfu reikningsins. Hún hefur til að mynda ekki verið undirrituð af þáverandi framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Hin mikla aukning eigna virðist að hluta liggja í fasteignum, því þær voru metnar á 548 milljónir 2008, meðan allir fastafjármunir 2007 námu 410 milljónum. Heildarframlög til flokksins nema rúmum 253 milljónum 2008, en voru 317,4 milljónir árið 2007. Framlög ríkis og sveitarfélaga nema tæpum 64 prósentum af heildarframlögum 2008. Rekstrargjöld fóru úr 351,5 milljónum 2007 og í 205 milljónir 2008. Reksturinn fór úr 37 milljóna tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagnað 2008. Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki flokkinn og kemst listinn fyrir á rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007 var listinn, með ögn stærra letri, tæpar sjö blaðsíður. Þess skal getið að árið 2007 var kosningaár og því líklegt að flokkurinn hafi sóst frekar eftir styrkjum en árið eftir, eins skýrir það væntanlega meiri eyðslu það árið. Hvorki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins, né Andra Óttarsson í gær. Bjarni Benediktsson formaður svaraði heldur ekki skilaboðum. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32