Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2010 20:35 Raphael van der Vaart fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum í kvöld. Mynd/AP Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira