Hamilton slær Button ekki út af laginu 18. mars 2010 13:16 Jenson Button í hópi margra af bestu ökumönnum heims í Formúlu 1. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button, núrverandi meistari., segir að Lewis Hamilton hafi ekkert slegið sig útaf laginu þó að hann hafi náð betri árangri í fyrsta móti ársins með McLaren. Button gekk til liðs við McLaren í vetur og vildi keppa við Hamilton af fullu afli. Fannst spennandi kostur að mæta honum á samskonar ökutæki. „Sjálfstraust mitt er í góðu lagi. Hamilton er frábær ökumaður, eins og flestir á ráslínunni eru. Hann hefur reynslu af McLaren og ég hef ekki trú á því að hann hafi verið fljótari en ég tímatökum útaf því. Það er jafn leikur á milli okkar, en ég þarf að finna uppsetningu í bílnum sem hentar mér. Tæknimennirnir hafa hlustað á hugmyndir mínar og það hefur komið að notum", sagði Button í spjalli sem birtist á vefsíðu Autosport. „Ég var ekki ánægður með hvernig bíllinn var í tímatökunni og þarf að bæta það. En við vorum svekktir með stöðuna, aðallega hvað tímann varðar í fyrsta bíl. En bíllinn reyndist vel í keppninni hvað hraða varðar. Ég hefði viljað fá fleiri stig, en tel að við getum færst ofar í næsta móti," sagði Button sem keppir í Ástralíu um aðra helgi. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Jenson Button, núrverandi meistari., segir að Lewis Hamilton hafi ekkert slegið sig útaf laginu þó að hann hafi náð betri árangri í fyrsta móti ársins með McLaren. Button gekk til liðs við McLaren í vetur og vildi keppa við Hamilton af fullu afli. Fannst spennandi kostur að mæta honum á samskonar ökutæki. „Sjálfstraust mitt er í góðu lagi. Hamilton er frábær ökumaður, eins og flestir á ráslínunni eru. Hann hefur reynslu af McLaren og ég hef ekki trú á því að hann hafi verið fljótari en ég tímatökum útaf því. Það er jafn leikur á milli okkar, en ég þarf að finna uppsetningu í bílnum sem hentar mér. Tæknimennirnir hafa hlustað á hugmyndir mínar og það hefur komið að notum", sagði Button í spjalli sem birtist á vefsíðu Autosport. „Ég var ekki ánægður með hvernig bíllinn var í tímatökunni og þarf að bæta það. En við vorum svekktir með stöðuna, aðallega hvað tímann varðar í fyrsta bíl. En bíllinn reyndist vel í keppninni hvað hraða varðar. Ég hefði viljað fá fleiri stig, en tel að við getum færst ofar í næsta móti," sagði Button sem keppir í Ástralíu um aðra helgi.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira