Hamilton: Formúla 1 er eins og golf 23. júlí 2010 10:27 Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira