Ecclestone meðmæltur liðsskipunum 27. júlí 2010 09:32 Bernie Ecclestone og Fernando Alonso hjá Ferrari sem vann síðasta mót ásamt Claudio Domenicali hjá Ducati. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig. Alonso er þannig í betri stöðu í stigamóti ökumanna, en hann hefði annars orðið, ef Massa hefði unnið mótið og Alonso hefði náð öðru sæti. Ferrari hefur víða verið gagnrýnt fyrir uppátækið, en aðrir styðja aðgerðir liðsins. Dómarar sendu málið áfram til akstursíþróttaráðs FIA og Ecclestone er meðlimur í því. Ecclestone var spurður af fjölmiðlinum Metro hvort aflétta ætti banni við liðsskipunum, sem sett var á árið 2002. Greint er frá málinu á f1-live.com. "Ég verð að viðurkenna að ég er sammála þeim sem telja að það eigi að gera. Mín trú er sú að það sem fólk gerir innan liða er þeirra mál og hvernig þeir stýra liðinu", sagði Ecclestone. "Ég veit ekki hvort það eigi að breyta reglunum. Við verðum að sjá til. Slíkt þarf að ræða. Mitt sjónarmið er að lið sé lið og það megi gera það sem það vill", sagði Ecclestone. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig. Alonso er þannig í betri stöðu í stigamóti ökumanna, en hann hefði annars orðið, ef Massa hefði unnið mótið og Alonso hefði náð öðru sæti. Ferrari hefur víða verið gagnrýnt fyrir uppátækið, en aðrir styðja aðgerðir liðsins. Dómarar sendu málið áfram til akstursíþróttaráðs FIA og Ecclestone er meðlimur í því. Ecclestone var spurður af fjölmiðlinum Metro hvort aflétta ætti banni við liðsskipunum, sem sett var á árið 2002. Greint er frá málinu á f1-live.com. "Ég verð að viðurkenna að ég er sammála þeim sem telja að það eigi að gera. Mín trú er sú að það sem fólk gerir innan liða er þeirra mál og hvernig þeir stýra liðinu", sagði Ecclestone. "Ég veit ekki hvort það eigi að breyta reglunum. Við verðum að sjá til. Slíkt þarf að ræða. Mitt sjónarmið er að lið sé lið og það megi gera það sem það vill", sagði Ecclestone.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira