Sandor: Á ekkert von á launahækkun þrátt fyrir annríkið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 07:45 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton „Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
„Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00