Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er enn eina ferðina á ferlinum lentur í vandræðum með lið sitt. Það gengur hvorki né rekur hjá honum og neyðarlegt 3-1 tap fyrir Basel í Meistaradeildinni í gær fyllti mælinn hjá mörgum.
Þrátt fyrir mótlætið er Ranieri ekki af baki dottinn frekar en fyrri daginn og hann tekur ekki í mál að hætta.
"Ég er ekki þjálfari sem gefst upp og þess vegna er ég ekki að hugsa um að hætta. Þegar lið lenda í mótlæri reynir virkilega á þjálfarann," sagði Ranieri og talar af mikilli reynslu.
"Stjórnin mun eflaust funda um málið og mótmæli stuðningsmanna eru líkleg. Þeir styðja mann er maður vinnur og eru svo á móti manni þegar ekkert gengur."