Vill strangt eftirlit með forvirkum rannsóknum 18. ágúst 2010 04:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir „Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir." Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög varlega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar," segir hún og hrósar jafnframt dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að setja jafn mikilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis." Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís," segir meðal annars í yfirlýsingunni.- jss Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
„Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir." Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög varlega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar," segir hún og hrósar jafnframt dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að setja jafn mikilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis." Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís," segir meðal annars í yfirlýsingunni.- jss
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira