Borgarstjóri Árósa: Reykjavík getur unnið gegn efnahagssamdrætti 22. maí 2010 21:00 Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana. Kosningar 2010 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana.
Kosningar 2010 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira