Ferrari stjórinn gætir stillingar fyrir háspennu tímatöku 12. nóvember 2010 21:59 Fernando Alonso á Ferrari á ferð í flóððljósunum í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Stefano Domenciali, yfirmaður Ferrari telur mikilvægt að liðsmenn sínir haldi haus og yfirvegun fyrir tímatökuna á laugardag. Fernando Alonso er í titilslag við fjóra aðra ökumenn, en Alonso er efstur í stigamótinu. "Þetta er ekki spurning um sjálfstraust, heldur hvað verður í gangi á hverjum tíma. McLaren menn voru mjög fljótir og við þurfum að sjá samanburð á þeim við Red Bull, hvað þeir voru að vinna að", sagði Domenicali eftir æfingar í dag í frétt á autosport.com. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra á seinni æfingu keppnisliða, en lokaæfing og tímatakan er á laugardag og hvortutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Þetta verður spennandi og tímatakan verður áhugaverð og margir þættir munu spila inn í gang mála í kappakstrinum. Við verðum að vera heppnir og verðum að halda haus fram á síðustu stundu. Það þarf að stillinga tilfinningum í hóf svo ekki gangi miður og halda einbeitingu." "Við ætlum ekki að hugsa of mikið um stigaútreikninga, heldur einbeita okkur á að hámarka getu bílsins. Við erum allir að reyna að hafa stjórn á tilfinningahitanum, það er hluti af hlutverki okkar", sagði Domenicali. Lokaæfing keppnisliða er kl. 09.55 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45 á laugardag. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Stefano Domenciali, yfirmaður Ferrari telur mikilvægt að liðsmenn sínir haldi haus og yfirvegun fyrir tímatökuna á laugardag. Fernando Alonso er í titilslag við fjóra aðra ökumenn, en Alonso er efstur í stigamótinu. "Þetta er ekki spurning um sjálfstraust, heldur hvað verður í gangi á hverjum tíma. McLaren menn voru mjög fljótir og við þurfum að sjá samanburð á þeim við Red Bull, hvað þeir voru að vinna að", sagði Domenicali eftir æfingar í dag í frétt á autosport.com. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra á seinni æfingu keppnisliða, en lokaæfing og tímatakan er á laugardag og hvortutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Þetta verður spennandi og tímatakan verður áhugaverð og margir þættir munu spila inn í gang mála í kappakstrinum. Við verðum að vera heppnir og verðum að halda haus fram á síðustu stundu. Það þarf að stillinga tilfinningum í hóf svo ekki gangi miður og halda einbeitingu." "Við ætlum ekki að hugsa of mikið um stigaútreikninga, heldur einbeita okkur á að hámarka getu bílsins. Við erum allir að reyna að hafa stjórn á tilfinningahitanum, það er hluti af hlutverki okkar", sagði Domenicali. Lokaæfing keppnisliða er kl. 09.55 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45 á laugardag.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira