Brasilíski bakvörðurinn Maicon færðist skrefi nær því að verða seldur frá Inter í gær er hann mætti 35 mínútum of seint á æfingu liðsins.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Brasilíumaðurinn fer í taugarnar á þjálfaranum José Mourinho með agaleysi. Mourinho krefst mikils aga hjá sínum leikmönnum og því er ekki talið ólíklegt að hann losi sig við Maicon í sumar.
Hermt er að Mourinho vilji fá Bacary Sagna frá Arsenal til þess að fylla skarð Maicon.
Inter yrði aldrei í miklum vandræðum með að selja Maicon enda hafa fjölmörg félög áhuga á þessum magnaða bakverði. Þar á meðal er Man. City.