Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, segir að það séu engin vandamál á milli félagsins og Ronaldinho þó svo Brasilíumaúrinn hafi ekki leikið með gegn Ajax í Meistaradeildinni í gær.
Ronaldinho var skellt á bekkinn er Milan varð að sætta sig við jafntefli gegn hollenska liðinu.
"Það eru engin vandamál í gangi. Hann er búinn að spila alla leiki nema þennan. Ég held að heimurinn farist ekki þó svo hann hvíli í einn leik. Hann verður væntanlega kominn aftur í byrjunarliðið gegn Parma," sagði Galliani.