Körfubolti

Blikar fallnir og fjögur lið jöfn með 14 stig í 7. til 10. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Schmidt skoraði 29 stig fyrir Blika í kvöld en það dugði ekki til sigurs.
Jonathan Schmidt skoraði 29 stig fyrir Blika í kvöld en það dugði ekki til sigurs. Mynd/Anton
Fjölnismenn felldu í kvöld Breiðablik úr Iceland Express deild karla með því að vinna tólf stiga sigur á Blikum í Smáranum. Breiðablik er fjórum stigum á eftir liðunum í 7. til 10. sæti þegar aðeins tvö stig eru eftir í pottinum.

Blikar byrjuðu leikinn vel og voru 25-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Fjölnisliðið fór í gang í öðrum leikhluta, vann hann 26-10, og var með tökin á leiknum eftir það. Fjölnir var 17 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 67-52, en heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna í lokin.

Stjarnan komst upp fyrir Njarðvík og í 5. sætið með öruggum sigri á Hamar í Hveragerði. Stjörnumenn leiddu allan tímann, voru 22-11 yfir eftir fyrsta leikhluta og með 13 stiga forskot í hálfleik, 41-28.

Tap Hamars þýðir að liðið er eitt af fjórum liðum deildarinnar sem eru jöfn að stigum með 14 stig í sætum sjö til tíu en liðin í sætum 7 og 8 komast í úrslitakeppnina. Liðin fjögur eru ÍR, Hamar, Tindastóll og Fjölnir.

Hamar-Stjarnan 73-96 (28-41)

Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 18, Andre Dabney 16, Viðar Örn Hafsteinsson 11, Oddur Ólafsson 8, Bjarni Rúnar Lárusson 5, Ragnar Á. Nathanaelsson 4, Svavar Pall Palsson 3, Hilmar Guðjónsson 3,

Páll Helgason 3, Hjalti Valur Þorsteinsson 2.

Stig Stjörnunnar: Djorde Pantelic 20, Jovan Zdravevski 17, Justin Shouse 17, Magnús Helgason 14, Kjartan Atli Kjartansson 10, Guðjón Lárusson 7, Fannar Freyr Helgason 4, Birkir Guðlaugsson 3

Ólafur J. Sigurðsson 2, Birgir Björn Pétursson 2

Breiðablik-Fjölnir 81-93 (35-42)

Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 29, Jeremy Caldwell 14, Aðalsteinn Pálsson 10, Ágúst Angantýsson 7, Þorsteinn Gunnlaugsson 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Hjalti Friðriksson 6, Rúnar Pálmarsson 2

Stig Fjölnis: Christopher Smith 25, Tómas Heiðar Tómasson 17, Magni Hafsteinsson 17, Ægir Þór Steinarsson 10, Níels Dungal 8, Sindri Kárason 6, Garðar Sveinbjörnsson 5, Jón Sverrisson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×