Fór á nammifyllerí þegar Herra hinsegin var slegin af 11. nóvember 2010 12:30 Ekkert svo svekktur Vilhjálmur Þór var á leiðinni á Mr. Gay Europe þegar keppnin var slegin af. Hann fær hins vegar ferð til New York og fría gistingu á glæsilegu íbúðahóteli í New Jersey í sárabætur.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ættingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brottför. Ég ákvað hins vegar að tvítékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póstur var að keppninni hefði verið aflýst," segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, Hr. hinsegin okkar Íslendinga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dögunum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggjendur og aðstandendur keppninnar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu." Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammifyllerí þegar þetta var staðfest." Vilhjálmur er einnig með keppnisrétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann viðurkenni að hann sé aðeins brenndur af fyrri reynslu. „Mér þykir líklegra að ég fari," segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hóteleigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhótelið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Bandaríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ættingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brottför. Ég ákvað hins vegar að tvítékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póstur var að keppninni hefði verið aflýst," segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, Hr. hinsegin okkar Íslendinga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dögunum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggjendur og aðstandendur keppninnar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu." Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammifyllerí þegar þetta var staðfest." Vilhjálmur er einnig með keppnisrétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann viðurkenni að hann sé aðeins brenndur af fyrri reynslu. „Mér þykir líklegra að ég fari," segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hóteleigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhótelið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Bandaríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp