Alonso heillaður af Ferrari og spáir titli 3. maí 2010 13:50 Fernando Alonso spáir Ferrari meistaratitli en hann vann fyrsta mót ársins, en fjórum mótum er nú lokið og hann er í toppslagnum. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu." Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu."
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira