Handbolti

Öruggur sigur í fyrsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Stefán

Ísland vann sigur á Slóvakíu, 32-26, í fyrsta leik á EM U-20 liða í handbolta en mótið fer fram í Slóvakíu.

Ísland náði snemma forystunni og lét hana aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 15-12.

Í síðari hálfleik var munurinn lengst af um þrjú mörk en íslenska liðið stakk svo af á síðustu tíu mínútunum.

Ísland leikur í A-riðli en fyrr í dag vann Portúgal sigur á Ísrael í sama riðli, 30-26. Ísland mætir Ísrael á laugardaginn.

Mörk Íslands í leiknum:

Guðmundur Árni Ólafsson 9

Oddur Grétarsson 4

Heimir Óli Heimisson 4

Ragnar Jóhannsson 4

Sigurður Ágústsson 3

Aron Pálmarsson 3

Ólafur Guðmundsson 2

Róbert Aron Hostert 2

Arnór Stefánsson 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×