Gerðu vefsíðu fyrir Winslet 1. október 2010 15:00 Fólkið á bak við vefinn Vala Þóra Sigurðardóttir hannaði vefinn fyrir Kate Winslet en Yngvi Tómasson og félagar hjá Davíð & Golíat sáu um að smíða hann. Fyrirtækið hýsir vefinn einnig en mikil umferð hefur verið um hann. Lógóið birtist einnig á vefsíðu Virgin-fyrirtækisins sem er í eigu Richards Branson.Fréttablaðið/anton Vefsíðufyrirtækið Davíð & Golíat skaut mörgum bandarískum vefsíðugerðarfyrirtækjum ref fyrir rass þegar þurfti að smíða vefsíðu fyrir góðgerðarsamtökin The Golden Hat Foundation. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu hefur Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet, í samstarfi við Margréti Dagmar Ericsdóttur, sett á fót góðgerðarstofnunina The Golden Hat Foundation. Winslet talaði inn á ensku útgáfuna af Sólskinsdrengnum eftir Friðrik Þór Friðriksson og hreifst mjög af óþrjótandi baráttu Margrétar og Kela, einhverfa stráksins hennar. Þegar búið var að ákveða að stofna góðgerðarstofnunina þurfti að gera vefsíðu og eftir nokkra leit og tilboð hrepptu íslensku fyrirtækin Davíð og Golíat og Hvíta húsið hnossið. „Þetta var allt unnið með henni og hennar hægri hönd og þá sérstaklega í sambandi við hönnunina. Við erum náttúrulega enn að vinna í vefnum en þetta er að miklu leyti byggt á hugmyndum hennar og aðstoðarfólksins,“ segir Yngvi Tómasson hjá Davíð & Golíat. Það er Vala Þóra Sigurðardóttir hjá Hvíta húsinu sem á heiðurinn af hönnun vefsins en Davíð & Golíat sáu síðan um tæknilegar útfærslur og smíði hans auk þes sem fyrirtækið hýsir vefinn. „Við vorum í mjög nánu sambandi við Winslet og Margréti líka. Nei, það kom mér ekkert á óvart að Winslet skyldi hafa svona sterkar skoðanir á öllu. Það eru gerðar miklar kröfur um að allt frá henni sé í hæsta gæðaflokki,“ útskýrir Yngvi og bætir því við að Winslet hafi verið feykilega sátt með vefsíðuna og hönnun Völu. Undirbúningurinn fyrir vefsíðugerðina sjálfa tók heilan mánuð en ferlið í kringum þetta var mikið lengra. „Við unnum með Margréti að gerð vefsíðunnar fyrir Sólskinsdrenginn. Við vissum því að þetta stæði mögulega til og það var Margrét sem gaf okkur möguleika á því að gera tilboð í verkefnið. Þetta er góður gluggi fyrir okkur því það er mikil umferð um vefinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum, og gefur okkur og Hvíta húsinu tækifæri til að sækja á ný mið.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Lífið samstarf Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Vefsíðufyrirtækið Davíð & Golíat skaut mörgum bandarískum vefsíðugerðarfyrirtækjum ref fyrir rass þegar þurfti að smíða vefsíðu fyrir góðgerðarsamtökin The Golden Hat Foundation. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu hefur Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet, í samstarfi við Margréti Dagmar Ericsdóttur, sett á fót góðgerðarstofnunina The Golden Hat Foundation. Winslet talaði inn á ensku útgáfuna af Sólskinsdrengnum eftir Friðrik Þór Friðriksson og hreifst mjög af óþrjótandi baráttu Margrétar og Kela, einhverfa stráksins hennar. Þegar búið var að ákveða að stofna góðgerðarstofnunina þurfti að gera vefsíðu og eftir nokkra leit og tilboð hrepptu íslensku fyrirtækin Davíð og Golíat og Hvíta húsið hnossið. „Þetta var allt unnið með henni og hennar hægri hönd og þá sérstaklega í sambandi við hönnunina. Við erum náttúrulega enn að vinna í vefnum en þetta er að miklu leyti byggt á hugmyndum hennar og aðstoðarfólksins,“ segir Yngvi Tómasson hjá Davíð & Golíat. Það er Vala Þóra Sigurðardóttir hjá Hvíta húsinu sem á heiðurinn af hönnun vefsins en Davíð & Golíat sáu síðan um tæknilegar útfærslur og smíði hans auk þes sem fyrirtækið hýsir vefinn. „Við vorum í mjög nánu sambandi við Winslet og Margréti líka. Nei, það kom mér ekkert á óvart að Winslet skyldi hafa svona sterkar skoðanir á öllu. Það eru gerðar miklar kröfur um að allt frá henni sé í hæsta gæðaflokki,“ útskýrir Yngvi og bætir því við að Winslet hafi verið feykilega sátt með vefsíðuna og hönnun Völu. Undirbúningurinn fyrir vefsíðugerðina sjálfa tók heilan mánuð en ferlið í kringum þetta var mikið lengra. „Við unnum með Margréti að gerð vefsíðunnar fyrir Sólskinsdrenginn. Við vissum því að þetta stæði mögulega til og það var Margrét sem gaf okkur möguleika á því að gera tilboð í verkefnið. Þetta er góður gluggi fyrir okkur því það er mikil umferð um vefinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum, og gefur okkur og Hvíta húsinu tækifæri til að sækja á ný mið.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Lífið samstarf Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira