Ekkert verður af leik Barcelona og Osasuna í kvöld þar sem flugvallarstarfsmenn fóru óvænt í verkfall. Leikmenn Barcelona enduðu sem strandaglópar á flugvellinum og komust ekki með flugi til Pamplona.
Börsungar neyddust því til þess að keyra á leikstað og verður spilað klukkan 16.00 á morgun.
Börsungar eru með tveggja stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar eftir sigurinn stóra á Real Madrid.