Körfubolti

Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grikkir réðu ekkert við Ercan Osmani og Cedi Osman.
Grikkir réðu ekkert við Ercan Osmani og Cedi Osman. EPA/TOMS KALNINS

Það verður Tyrkland sem mætir Þýskalandi í úrslitum Evrópumóts karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir ótrúlegan sigur Tyrklands á Giannis Antetokounmpo og félögum í gríska landsliðinu.

Fyrr í dag tryggði Þýskalandi sér sæti í úrslitum og mikil spenna var fyrir leik kvöldsins. Fyrir fram var búist við nokkuð jöfnum leik en annað kom á daginn. Tyrkland mætti mun tilbúnara til leiks og keyrði yfir Grikkina frá fyrstu mínútu.

Munurinn var tíu stig eftir 1. leikhluta og 18 stig í hálfleik, staðan þá 49-31. Tyrkirnir bættu einfaldlega bara við í síðari hálfleik og unnu á endanum leikinn með 28 stiga mun, lokatölur 94-68.  Tyrkland er því á leið í sinn fyrsta úrslitaleik í 24 ár.

Ercan Osmani var magnaður í liði Tyrklands með 28 stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar. Þar á eftir kom Cedi Osman með 17 stig , þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Alperen Şengün skoraði svo 15 stig, tók 12 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Í liði Grikklands var Giannis með aðeins 12 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Kostas Sloukas var svo stigahæstur Grikkja með 15 stig ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar og taka þrjú fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×