Brasilíumaðurinn Ronaldo vill gjarnan að Adriano komi aftur til Brasilíu og spili sér við hlið í liði Corinthians.
Adriano hefur reynt að koma ferli sínum aftur af stað með Roma á Ítalíu en frammistaða hans á tímabilinu til þess hefur ekki þótt framúrskarandi auk þess sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
„Adriano myndi standa sig vel hjá Corinthians vegna þess að hann er mikill baráttumaður sem vill setja mark sitt á söguna," sagði Ronaldo í samtali við ítalska fjölmiðla.
Adriano spilaði með Flamengo í Brasilíu áður en hann gekk í raðir Roma í sumar.
Ronaldo vill fá Adriano til Corinthians
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn