Umfjöllun: FH aðeins of stór biti fyrir Völsung Henry Birgir Gunnarsson á Húsavík skrifar 17. október 2010 18:51 Spilandi þjálfari Völsungs, Vilhjálmur Sigmundsson, er hér kominn í gegnum vörn FH en skot hans fór í stöngina: Mynd/640.is Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira