Alonso hugsar ekki um dómaramálið 29. júlí 2010 16:50 Fernando Alonso hjá Ferrari fagnaði sigri á Hockenheim brautinni um síðustu helgi. Mynd: Getty Images Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. Alonso segir að fjölmiðlaumræðan síðustu daga snerti hann ekki persónulega. Það sé alltaf eitthvað verið að fjalla um, einn daginn árekstur milli Red Bull manna og svo eitthvað nýtt síðar. "Það er alltaf verið að ræða eitthvað, en við getum ekki veitt því athygli. Það eru mörg álit á lofti og margt verið sagt. Það sem er mikilvægast er að við stöndum okkur vel í Ungverlandi. Ökumenn og stjórar liða hafa skoðanir og við virðum þær,en verðum að einbeita okkur að vinnunni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Spurður að því hvort Massa væri núna ökumaður númer tvö hjá liðinu svaraði Alonso: "Það er ekki ökumaður númer tvö. Það er frekar virðing fyrir hvorum öðrum og það að aka fyrir Ferrari, sem er mikils viðri. Við erum ánægðir með getu bílsins í tveimur síðustu mótum og loks náðum við að skila báðum bíl í endamark án vandamála." Alonso telur ekki að ímynd sín hafi skaðast vegna atviksins um síðustu helgi. "Ég er sami maður og ég mun berjast af kappi sem fyrr, fyrir liðið mitt, íþróttina og vonandi allan minn ferill", sagði Alonso. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að dómarar á Hockenheim sendu mál Ferrari áfram til akstursíþróttaráðs Ferrari. Ökumennirnir geti ekki breytt gangi mála og verði bara að sinna sínu starfi sem fyrr. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. Alonso segir að fjölmiðlaumræðan síðustu daga snerti hann ekki persónulega. Það sé alltaf eitthvað verið að fjalla um, einn daginn árekstur milli Red Bull manna og svo eitthvað nýtt síðar. "Það er alltaf verið að ræða eitthvað, en við getum ekki veitt því athygli. Það eru mörg álit á lofti og margt verið sagt. Það sem er mikilvægast er að við stöndum okkur vel í Ungverlandi. Ökumenn og stjórar liða hafa skoðanir og við virðum þær,en verðum að einbeita okkur að vinnunni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Spurður að því hvort Massa væri núna ökumaður númer tvö hjá liðinu svaraði Alonso: "Það er ekki ökumaður númer tvö. Það er frekar virðing fyrir hvorum öðrum og það að aka fyrir Ferrari, sem er mikils viðri. Við erum ánægðir með getu bílsins í tveimur síðustu mótum og loks náðum við að skila báðum bíl í endamark án vandamála." Alonso telur ekki að ímynd sín hafi skaðast vegna atviksins um síðustu helgi. "Ég er sami maður og ég mun berjast af kappi sem fyrr, fyrir liðið mitt, íþróttina og vonandi allan minn ferill", sagði Alonso. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að dómarar á Hockenheim sendu mál Ferrari áfram til akstursíþróttaráðs Ferrari. Ökumennirnir geti ekki breytt gangi mála og verði bara að sinna sínu starfi sem fyrr.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira