Framarar eru á mikill siglingu í N1 deild karla þessa daganna en liðið vann sinn sjötta leik í röð í gærkvöldi þegar liðið skellti HK-ingum með tíu marka mun í Safamýrinni, 36-26.
HK var fyrir leikinn í annað sæti deildarinnar en Fram tók sætið af Kópavogspiltum með þessum sigri og eru Framarar nú tveimur stigum á eftir toppliði Akureyrar sem á reyndar leik til góða.
Framliðið hefur skorað 310 mörk í fyrstu níu leikjum sínum á tímabilinu eða 34,4 mörk að meðaltali í leik og setja því að svið stórskotahríð í hverjum leik.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Safamýri í gærkvöldi og myndaði liðin spila upp á annað sætið í deildinni.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Framarar með sex sigra í röð eftir stórsigur á HK - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti

Fleiri fréttir
