Biggi Maus og Tómas R. saman í Fuglabúri í kvöld 19. maí 2010 08:00 Biggi í Maus og Tómas R. rugla saman reitum sínum á Café Rósenberg í kvöld. Tveir afar ólíkir listamenn munu rugla saman reitum sínum á Café Rósenberg í kvöld, eða popparinn Biggi Maus og djassarinn Tómas R. Einarsson. Þeir hafa síðustu vikuna unnið að því að endurútsetja lög sín með þeim Ómari Guðjónssyni, gítarleikara, og Helga Svavari, trommuleikara. Hugmyndin er að skeyta saman ólíkum tónlistarheimum og reyna að finna sameiginlegan flöt. Niðurstaðan virðist ætla að verða nokkuð afslöppuð en tilraunakennd, fljótandi tónlistarupplifun þar sem þeir félagar vinna sig í gegnum höfundarverk hvors annars. Leikin verða lög eftir Maus, Krónu, sólóverki Bigga til helminga við lög Tómasar R. - og ávallt í nýjum búningum. Þess má til gamans geta að Tómas R. er fyrrum kennari Bigga sem lærði hjá honum tónfræði í FÍH sem táningur. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Fuglabúrið. Miðaverð er 1.000 krónur. Tónleikaröðin Fuglabúrið er skipulöggð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine. Tvennir listamenn koma fram á hverjum tónleikum, helst úr sitt hvorri áttinni í aldri og stíl, og spila hvor sína tónleikana, en ljúka síðan kvöldinu með samspili hverskonar. Fyrstu tónleikarnir voru í maí 2009 með mæðgunum Bryndísi Jakobsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo var röðin komin að Megas og Ólöfu Arnalds en í þriðja Búrinu sem haldið var í lok sumars 2009 voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar. Jólafuglabúrið var í desember þar sem Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur héldu hátíðlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Andrea Gylfadóttir og Villi Naglbítur leiddu svo saman hesta sína í febrúar. Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Tveir afar ólíkir listamenn munu rugla saman reitum sínum á Café Rósenberg í kvöld, eða popparinn Biggi Maus og djassarinn Tómas R. Einarsson. Þeir hafa síðustu vikuna unnið að því að endurútsetja lög sín með þeim Ómari Guðjónssyni, gítarleikara, og Helga Svavari, trommuleikara. Hugmyndin er að skeyta saman ólíkum tónlistarheimum og reyna að finna sameiginlegan flöt. Niðurstaðan virðist ætla að verða nokkuð afslöppuð en tilraunakennd, fljótandi tónlistarupplifun þar sem þeir félagar vinna sig í gegnum höfundarverk hvors annars. Leikin verða lög eftir Maus, Krónu, sólóverki Bigga til helminga við lög Tómasar R. - og ávallt í nýjum búningum. Þess má til gamans geta að Tómas R. er fyrrum kennari Bigga sem lærði hjá honum tónfræði í FÍH sem táningur. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Fuglabúrið. Miðaverð er 1.000 krónur. Tónleikaröðin Fuglabúrið er skipulöggð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine. Tvennir listamenn koma fram á hverjum tónleikum, helst úr sitt hvorri áttinni í aldri og stíl, og spila hvor sína tónleikana, en ljúka síðan kvöldinu með samspili hverskonar. Fyrstu tónleikarnir voru í maí 2009 með mæðgunum Bryndísi Jakobsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo var röðin komin að Megas og Ólöfu Arnalds en í þriðja Búrinu sem haldið var í lok sumars 2009 voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar. Jólafuglabúrið var í desember þar sem Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur héldu hátíðlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Andrea Gylfadóttir og Villi Naglbítur leiddu svo saman hesta sína í febrúar.
Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira