Helgi: Víkingar róa allir í sömu átt Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 07:30 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
„Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira