Ef landsdómur verður kallaður saman vegna þeirra niðurstaðna sem finna má í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verður það í fyrsta sinn sem slikt gerist í sögu lýðveldisins, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. „Það hefur aldrei gerst áður," segir Guðni. Kveðið er á um landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmi þau mál.
Björgvin G. Sigurðsson sem var viðskiptaráðherra þegar bankarnir féllu sagði fyrir þingfund í dag að hann myndi hvetja til þess að landsdómur yrði kallaður saman. Það væri eina leiðin til að skera úr um þær ávirðingar sem fram komu í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Björgvin er sakaður um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Hið sama á við um Geir Haarde, Árna Mathiesen, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og alla þá þrjá seðlabankastjóra sem störfuðu þegar bankarnir þrír hrundu.
Í fyrsta sinn sem landsdómur yrði kallaður saman
Jón Hákon Halldórsson skrifar
