Leikkonan Jennifer Aniston hefur ýtt undir orðróm um að hún eigi í eldheitu ástarsambandi með skoska leikaranum Gerard Butler með því að fljúga með honum til borgarinnar Cabo í Mexíkó. Þar ætlar hún að halda upp á 41 árs afmælið sitt á fimmtudaginn.
Þau tvö verða þó ekki ein í Mexíkó því Courtney Cox úr Vinum og söngkonan Sheryl Crow verða þar einnig til að fagna afmælinu með vinkonu sinni. Stutt er síðan sást til Aniston og Butler kyssast í veislu sem var haldin eftir Golden Globe-hátíðina og svo virðist sem samband þeirra verði sterkara með degi hverjum.
Með Butler til Mexíkó
