Auglýsingalög innblásin af Sigur Rós 28. september 2010 10:00 Lög Sigur Rósar eru vinsæl en margar auglýsingastofur hika ekki við að notfæra sér kunnugleg stef úr þeim, breyta þeim lítillega og nota í herferðir sínar. Fréttablaðið/GVA „Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Um helgina birtist stutt grein á heimasíðu sveitarinnar þar sem það var áréttað að hljómsveitin hefði ekki selt nein lög í auglýsingar sem miðuðu að því að selja eitthvað. „Þeir hafa gefið leyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp og vegna góðgerðarmála en ekki til markaðsmála," segir á heimasíðunni. Georg segir ástæðuna einfaldlega vera þá að öðru hverju spretti upp á netinu umræður um hvort Sigur Rós hafi gefið leyfi sitt fyrir að nota lög í hinum og þessum auglýsingum einhverra stórfyrirtækja. Á vefsíðu Sigur Rósar er meðal annars notað dæmi um fyrirtæki sem var að gera auglýsingu fyrir Audi-umboðið og vildi fá að nota lag frá sveitinni. Því var hafnað. Þegar auglýsingin var frumsýnd fór strax af stað umræða um það hvort lag eftir Sigur Rós væri notað í nýrri auglýsingaherferð þýska bílarisans. Kunnuglegum stefum úr frægum Sigur Rósar-lögum hefur þá verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra það. Georg segir þá lítið geta gert í þessum málum, nema kannski bara hlæja að þeim. „Við höfum einu sinni eða tvisvar orðið mjög móðgaðir og íhugað málaferli. Þá fengum við lögfróða menn til að meta hvort lagið væri stolið eða ekki en þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, nægilega miklu hefði verið breytt."- fgg Lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Um helgina birtist stutt grein á heimasíðu sveitarinnar þar sem það var áréttað að hljómsveitin hefði ekki selt nein lög í auglýsingar sem miðuðu að því að selja eitthvað. „Þeir hafa gefið leyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp og vegna góðgerðarmála en ekki til markaðsmála," segir á heimasíðunni. Georg segir ástæðuna einfaldlega vera þá að öðru hverju spretti upp á netinu umræður um hvort Sigur Rós hafi gefið leyfi sitt fyrir að nota lög í hinum og þessum auglýsingum einhverra stórfyrirtækja. Á vefsíðu Sigur Rósar er meðal annars notað dæmi um fyrirtæki sem var að gera auglýsingu fyrir Audi-umboðið og vildi fá að nota lag frá sveitinni. Því var hafnað. Þegar auglýsingin var frumsýnd fór strax af stað umræða um það hvort lag eftir Sigur Rós væri notað í nýrri auglýsingaherferð þýska bílarisans. Kunnuglegum stefum úr frægum Sigur Rósar-lögum hefur þá verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra það. Georg segir þá lítið geta gert í þessum málum, nema kannski bara hlæja að þeim. „Við höfum einu sinni eða tvisvar orðið mjög móðgaðir og íhugað málaferli. Þá fengum við lögfróða menn til að meta hvort lagið væri stolið eða ekki en þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, nægilega miklu hefði verið breytt."- fgg
Lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira