Þórunn greiðir ekki atkvæði með ákærum 28. september 2010 11:58 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla. Landsdómur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla.
Landsdómur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira